30.04.2011 19:09

Fyrsta kynbótasýning ársins og sýnikennsla hjá James

Í dag lauk yfirlitssýningu á fyrstu kynbótasýningu ársins og þar með er sumarið komið.  Sýningin sem fór fram á Sauðárkróki var góð enda fóru um 40 % hrossanna yfir 1.verðlaun í aðaleinkunn og fyrstu fjórir stóðhestarnir komnir inn á landsmót á þessu ári. Ísólfur sýndi stóðhestana Draum, Hlyn og Kraft á sýningunni.  

Draumur frá Ragnheiðarstöðum hlaut í aðaleinkunn 7,94


Hlynur frá Ragnheiðarstöðum hlaut í aðaleinkunn 8,07



Kraftur frá Efri-Þverá hlaut í aðaleinkunn 8,28 þar af 9,0 fyrir brokk og hægt stökk

Kraftur bókstaflega á fljúgandi skeiði!

Í dag voru 3.árs nemendur Hólaskóla einnig með sýnikennslur og var James þar með Flugar og fjallaði um skeið. Í kvöld er svo kvöldsýningin "tekið til kostanna" en þar má finna mörg góð húnvetnsk atriði :)


James með frábæra sýnikennslu um skeiðþjálfun á Flugari f. Barkarstöðum



Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 5516
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 641719
Samtals gestir: 62710
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 23:52:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]