08.05.2011 20:58
Fyrsta útimót sumarsins
Á laugardaginn fór fram opið íþróttamót Skugga í Borgarnesi. Ísólfur mætti þar til leiks með þrjá hesta þá Freymóð f. Feti, Kristófer f. Hjaltastaðahvammi og Ræl f. Gauksmýri. Allir komust þeir í úrslit í sínum greinum og náðu mjög ásættanlegum árangri á fyrsta útimóti sumarsins. Sérstaklega var gaman að sjá hve vel gekk með Kristófer f. Hjaltastaðahvammi sem sigraði fjórganginn í sinni fyrstu fjórgangskeppni utanhúss. Þar sem undirrituð var stödd á blakmóti í Vestmanneyjum þegar mótið fór fram fáum við þessar fínu myndir lánaðar hjá Iðunni Silju Svansdóttur.
Ísólfur og Kristófer f. Hjaltastaðahvammi
fjórgangur
Ísólfur og Freymóður f. Feti
tölt
Ísólfur og Ræll f. Gauksmýri
Ísólfur og Kristófer f. Hjaltastaðahvammi
fjórgangur
1. Ísólfur Líndal Þórisson Þyt Kristófer f. Hjaltastaðahvammi 6,87
2. Siguroddur Pétursson Snæf. Glóð f. Kýrholti 6,63
3. Ólafur Guðmundsson Dreyra Hlýri f. Bakkakoti 6,57
4. Gunnar Tryggvason Snæf. Spóla f. Brimilsvöllum 6,27
5. Ámundi Sigurðsson Skugga Bíldur f. Dalsmynni 6,03
Ísólfur og Freymóður f. Feti
tölt
1. Siguroddur Pétursson Snæf. Glóð f. Kýrholti 7,28
2. Ísólfur Líndal Þórisson Þyt Freymóður f. Feti 6,89
3. Einar Reynisson Þyt Glæta f. Sveinatungu 6,56
4. Ólafur Guðmundsson Dreyra Hlýri f. Bakkakoti 6,22
5. Ámundi Sigurðsson Skugga Bíldur f. Dalsmynni 6,06
6. Snorri Elmarsson Skugga Flikka f. Fjalli 5,44
Ísólfur og Ræll f. Gauksmýri
fimmgangur
1. Reynir Aðalsteinsson Þyt Sikill f. Sigmundarst. 7,86
2. Randi Holaker Faxa Skvísa f. Skáney 6,93
3. Ísólfur Líndal Þórisson Þyt Ræll f. Gauksmýri 6,62
4. Ólafur Guðmundsson Dreyra Niður f. Miðsitju 6,24
5. Ámundi Sigurðsson Skugga Tilvera f.Syðstu-Fossum 5,95
Skrifað af vigdís
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]