19.05.2011 20:29

James orðinn reiðkennari!


James á Flugari sínum sl. sumar.

Þá er öllum prófum lokið á Hólum en James hefur verið þar í reiðkennaranámi á vorönn. Hann náði öllum prófum og mun því útskrifast á morgun sem reiðkennari! Óskum við honum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum við til að fá hann heim á Lækjamót enda næg verkefni framundan. Í næstu viku er stefnt með dágóðan hóp á kynbótasýningu á Hvammstanga og í hverri viku eru svo kynbótasýningar og svo auðvitað úrtökur fyrir landsmót. 



Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1456
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 795879
Samtals gestir: 68555
Tölur uppfærðar: 25.8.2025 02:58:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]