21.05.2011 11:06

Myndir frá útskrift reiðkennara á Hólum

James útskrifaðist í gær frá Hólum og hér má sjá myndir frá þessum frábæra degi í ýmiskonar veðri. Það er einnig gaman að segja frá því að um leið útskrifaðist Fanney Dögg Indriðadóttir sem reiðkennari en hún er einnig Þytsfélagi! Innlega til hamingju bæði tvöemoticon

James og Flugar bera íslenska fánann við upphaf reiðsýningar sem fór fram fyrir útskrift


Þeir sýndu frábæran skeiðsprett sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem þeyttu bílflautur eins og Íslendinga er siður  emoticon


Sigrún formaður FT aðstoðar James í FT jakkann við útskriftarathöfnina


Allur útskriftarhópurinn ásamt Mette og Víkingi.


Jón biskup og Margrét héldu útskriftarkvöldverð fyrir James og buðu okkur í dýrindis veislu. Ísak og Guðmar hjálpuðu Jóni samviskusamlega að draga fánann að húni og brjóta hann saman áður en sólin settist  emoticon
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]