24.05.2011 22:24
kynbótasýning hafin á Hvammstanga
Í dag hófst kynbótasýning á Hvammstanga en vegna mikillar skráningar varð að byrja degi fyrr en áætlað var. Gerðar hafa verið þó nokkrar umbætur á kynbótabrautinni sem er góð viðbót við hið flotta félagssvæði Þyts. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar eins flestir þekkja og er meðal annars hægt er að sitja inni í félagsheimilinu og fylgjast með sýningunni ef veður leyfir ekki útiveru. Það var þó alls ekki raunin í dag því um það leiti sem sýning hófst tók að lægja og hlýna og undir lok sýningar var sólin farin að skína
Ísólfur sýndi 4 hryssur í dag, á morgun og á fimmtudag verða svo fleiri hross sýnd þannig að það er áfram í nógu að snúast.
Hátíð frá Blönduósi sem hlaut meðal annars 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið
Návist frá Lækjamóti sem hlaut meðal annars 8,5 fyrir tölt