11.06.2011 21:58
Návist frá Lækjamóti í 1.verðlaun og þrír komnir inn á landsmót í gæðingakeppni
Það hafa heldur betur verið fjörugir síðustu dagar en kynbótasýningar hafa staðið yfir og í dag fór fram úrtaka fyrir landsmót hjá Þyt sem er okkar félag. Ísólfur sýndi 8 hross á kynbótasýningu sem fór fram á Akureyri í vikunni og vegna mikillar skráningar þurfti að lengja sýninguna um einn dag og var yfirlitssýning því haldin í dag laugardag. Sama dag fór hinsvegar fram úrtaka fyrir landsmót og voru þá góð ráð dýr þar sem Ísólfur ætlaði að taka þátt þar líka en erfitt getur reynst að vera á tveimur stöðum í einu. En ef vilji er fyrir hendi er allt framkvæmalegt og fékkst leyfi hjá aðstandendum sýningarinnar á Akureyri að Ísólfur myndi ekki byrja að sýna kynbótahrossin 8 fyrr en kl.13 og hestamannafélagið Þytur ákvað til að liðka til að byrja mótið kl. 8:00 og tókst Ísólfi því að sýna þrjá hesta áður en hann brunaði í Eyjafjörð til að sýna kynbótahrossin.
Ein hryssa frá Lækjamóti var sýnd á yfirlitssýningunni í dag, Návist frá Lækjamóti og fór hún í fyrstu verðlaun í aðaleinkunn með 8,13 fyrir byggingu og 7,92 aðaleinkunn 8.0.
Návist frá Lækjamóti
Sköpulag
|
Kostir
|
Aðaleinkunn | 8 |
Af úrtöku fyrir landsmót var svo það að frétta að í B-flokk komst Kristófer f. Hjaltastaðahvammi áfram fyrir Þyt, Kvaran f. Lækjamóti og Þórir komust áfram í A-flokk og Brimar f. Margrétarhofi og James fara í B-flokk fyrir Snarfara. Úrtakan var um leið félagsmót Þyts og fara úrslitin fram á morgun sunnudag, niðurstöður verða því birtar að þeim loknum . Á mánudaginn fer svo fram úrtaka hjá Neista á Blönduósi og fer Ísólfur þangað með Freyði f. Leysingjastöðum.
Kristófer f. Hjaltastaðahvammi og Ísólfur á íþróttamóti í Borgarnesi í vor.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]