13.06.2011 21:54

spennufall

Þá er öllum kynbótasýningum og úrtökum fyrir landsmót lokið þetta árið og ekki laust við að spennufall hafi gert vart við sig. Þetta hafa verið fjörugar vikur sem hafa innihaldið mikla gleði og eins og eðlilegt er, einhver vonbrigði.
Úrslit hjá Þyt voru haldin í gær, sunnudag og gekk mjög vel hjá okkar fólki. Þórir sigraði A-flokkinn, Ísólfur varð í annar og James þriðji. (nánari úrslit og fleiri myndir má sjá á heimasíðu Þyts). 
Þórir og Kvaran frá Lækjamóti sem er 6 vetra geldingur í eigu Sonju


Þórir, Ísólfur og James kampakátir eftir skemmtileg úrslit í A-flokki

Töltið sigraði James með miklum glæsibrag á Brimari auk þess að vinna 100m skeið á Flugari sínum.

James og Brimar f. Margrétarhofi


James og Flugar á fleygiferð

í B-flokki urðu svo Ísólfur og Kristófer f. Hjaltastaðahvammi í 2.sæti


Í dag (mánudag) var svo haldin úrtaka hjá Neista á Blönduósi og tóku Ísólfur og Freyðir þátt þar.
Ekki komust þeir að þessu sinni á Landsmót en áttu engu að síður góða sýningu og urðu í 2.sæti eftir úrslitin með 8,46 sem er glæsilegur árangur hjá þessum 6 vetra fola sem var í fyrsta sinn að keppa á hringvelli.

Ísólfur og Freyðir í sveiflu


Í 2.sæti á eftir hinum þrautreynda gæðing Gáska frá Sveinsstöðum

Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]