03.07.2011 16:41
Landsmót hestamanna 2011
Þá er Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum lokið. Veðrið lék við mótsgesti seinni hluta vikunnar sem gerði mjög mikið fyrir mótið, en kuldi setti svip á fyrri hluta vikunnar. Þá var mikill kostur að á annað hundrað bílar gátu stillt sér upp við kynbótabrautina og fylgst með.
Mikil kynbótaveisla var á þessu Landsmóti og var hrein unun að fylgjast með bæði stóðhestum og hryssum á mótinu, því sjaldan hafa sést jafn góð hross á einu móti. Ísólfur sýndi Blysfara frá Fremra-Hálsi í flokki 6 vetra stóðhesta. Blysfari stóð sig vel og hlaut 8.41 í aðaleinkunn og 7. sætið í þétt skipuðum hópi frábærra hesta. Hann hlaut 8,63 fyrir hæfileika og má nefna að hann hækkaði upp í 9,5 í fyrir brokk. Þetta gerði hann þrátt fyrir að gömul meiðsl frá því í vetur hafi tekið sig upp á mótinu, en meiðslin ollu því að hann komst ekki í verðlaunaafhendingu stóðhesta eða afkvæmasýningu föður síns, Arðs frá Brautarholti, sem stóð efstur hesta til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. Okkur þótti leitt að Blysfari og Ísólfur fengu því ekki tækifæri til að monta sig fyrir áhorfendum í verðlaunaafhendingunni eða afkvæmasýningunni, en þeir náðu að heilla áhorfendur á yfirlitssýningu á föstudaginn og hlutu lófatak fyrir.
Skeiðsprettur með fánaborgina í baksýn
Blysfari í syngjandi sveiflu
Á mánudeginum fór fram B-flokkur gæðinga. Þar tóku Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Brimar frá Margrétarhofi þátt með Ísólf við stjórnvölinn. Þeim gekk ljómandi vel en Brimar og Ísólfur unnu sér þátttökurétt í milliriðlum sem síðan voru riðnir á þriðjudeginum. Þeir félagar stóðu sig með prýði og voru aðeins 0,06 frá úrslitum.
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Brimar frá Margrétarhofi
Á þriðjudagsmorguninn var forkeppni í A-flokki. Kvaran frá Lækjamóti og Þórir fóru vel og hlutu góða einkunn en keppnin var gríðarlega hörð. Ísólfur reið þar einnig Ræl frá Gauksmýri og Flugari frá Barkarstöðum. Enginn þeirra komst þó í milliriðla að þessu sinni en gaman að taka þátt.
Kvaran frá Lækjamóti
Í lokin kemur hér ein mynd af litla snáðanum þeirra Sonju og Friðriks sem hefur nú eytt fjórðungi ævinnar á hestamannamóti. Hann undi sér afskaplega vel á Landsmóti og mætti galvaskur með mömmu sinni og pabba alla dagana og lúrði vel í vagninum, bílnum eða í fellihýsinu hjá ömmu sinni og afa á milli þess sem hann fékk sér sopa. Myndin er tekin á setningarathöfn mótsins.
Mikil kynbótaveisla var á þessu Landsmóti og var hrein unun að fylgjast með bæði stóðhestum og hryssum á mótinu, því sjaldan hafa sést jafn góð hross á einu móti. Ísólfur sýndi Blysfara frá Fremra-Hálsi í flokki 6 vetra stóðhesta. Blysfari stóð sig vel og hlaut 8.41 í aðaleinkunn og 7. sætið í þétt skipuðum hópi frábærra hesta. Hann hlaut 8,63 fyrir hæfileika og má nefna að hann hækkaði upp í 9,5 í fyrir brokk. Þetta gerði hann þrátt fyrir að gömul meiðsl frá því í vetur hafi tekið sig upp á mótinu, en meiðslin ollu því að hann komst ekki í verðlaunaafhendingu stóðhesta eða afkvæmasýningu föður síns, Arðs frá Brautarholti, sem stóð efstur hesta til 1. verðlauna fyrir afkvæmi. Okkur þótti leitt að Blysfari og Ísólfur fengu því ekki tækifæri til að monta sig fyrir áhorfendum í verðlaunaafhendingunni eða afkvæmasýningunni, en þeir náðu að heilla áhorfendur á yfirlitssýningu á föstudaginn og hlutu lófatak fyrir.
Skeiðsprettur með fánaborgina í baksýn
Blysfari í syngjandi sveiflu
Á mánudeginum fór fram B-flokkur gæðinga. Þar tóku Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Brimar frá Margrétarhofi þátt með Ísólf við stjórnvölinn. Þeim gekk ljómandi vel en Brimar og Ísólfur unnu sér þátttökurétt í milliriðlum sem síðan voru riðnir á þriðjudeginum. Þeir félagar stóðu sig með prýði og voru aðeins 0,06 frá úrslitum.
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Brimar frá Margrétarhofi
Á þriðjudagsmorguninn var forkeppni í A-flokki. Kvaran frá Lækjamóti og Þórir fóru vel og hlutu góða einkunn en keppnin var gríðarlega hörð. Ísólfur reið þar einnig Ræl frá Gauksmýri og Flugari frá Barkarstöðum. Enginn þeirra komst þó í milliriðla að þessu sinni en gaman að taka þátt.
Kvaran frá Lækjamóti
Í lokin kemur hér ein mynd af litla snáðanum þeirra Sonju og Friðriks sem hefur nú eytt fjórðungi ævinnar á hestamannamóti. Hann undi sér afskaplega vel á Landsmóti og mætti galvaskur með mömmu sinni og pabba alla dagana og lúrði vel í vagninum, bílnum eða í fellihýsinu hjá ömmu sinni og afa á milli þess sem hann fékk sér sopa. Myndin er tekin á setningarathöfn mótsins.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]