11.07.2011 18:38
Jakob Friðriksson Líndal
Litli snáðinn þeirra Friðriks og Sonju sem fæddist í Kaupmannahöfn þann
28. maí s.l. var skírður í gær, sunnudaginn 10. júlí, hér á Lækjamóti. Við skírnina hlaut drengurinn nafnið Jakob
og var nánasta fjölskylda samankomin til að gleðjast á fallegum
degi. Mikil gleði ríkir hjá litlu fjölskyldunni sem nýtur núna sumarsins
í faðmi fjölskyldu og vina í sveitinni og verður á Íslandi fram í
byrjun september.

Stoltir foreldrar Jakobs eftir að kveikt var á skírnarkertinu.

Foreldrar og afar og ömmur Jakobs F. Líndal eftir skírnina.

Skírnartertan var glæsileg og auðvitað með nafninu á.
Stoltir foreldrar Jakobs eftir að kveikt var á skírnarkertinu.
Foreldrar og afar og ömmur Jakobs F. Líndal eftir skírnina.
Skírnartertan var glæsileg og auðvitað með nafninu á.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 373
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 641769
Samtals gestir: 62717
Tölur uppfærðar: 27.4.2025 00:14:00
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]