15.07.2011 11:47

Ungviðið

Ungviðið dafnar vel í sumarblíðunni sem loksins lét sjá sig hér hjá okkur. Tryppin voru rekin fram á Víðidalstunguheiði í vikunni þar sem þau dvelja frjáls og óháð mannfólki þar til í októberbyrjun. Folöldin eru nú flest komin í heiminn og dafna vel þótt grasspretta sé með lakara móti. Yngstu drengirnir í fjölskyldunni hafa haft ýmislegt fyrir stafni að undanförnu og einnig var Sigurður heima í nokkra daga og því hafa verið mörg tilefnin til myndatöku síðast liðna viku. Við lofum því myndunum að tala sínu máli.


Jakob 5 vikna kominn á bak á Degi frá Hjaltastaðahvammi í veðurblíðunni


Systkinin Ísólfur, Sonja og Sigurður við Lækjamótsbæinn


Sigurður og Guðmar fóru saman á útreiðar


Þennan bláa fola hafði Guðmar verið að temja svo litli frændi gæti fengið að prófa. Það gekk svona líka vel. Jakob smellpassaði á Kjarna hinn bláa.


Guðmar í hestaleik eins og fyrri daginn. Nú kominn á járn, með skeifur teipaðar við tútturnar, með hlýfar og beisli á leið á hestamót.


Stóðið rekið af stað. Bærinn í baksýn.


Stóðið rann ljúft fram.


Eitt af folöldum ársins 2011. Hestfolald undan Blysfara frá Fremra-Hálsi og Rauðhettu frá Lækjamóti

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]