17.07.2011 14:46

Elvar og Kóngur frá Lækjamóti íslandsmeistarar!

Elvar Einarsson og Kolfinnssonurinn Kóngur frá Lækjamóti urðu í gær íslandsmeistarar í 250m skeiði. Þeir fóru seinni sprettinn á tímanum 21,89 sek sem er tími undir gildandi íslandsmeti! Það á þó eftir að fá staðfest hvort um íslandsmet sé að ræða en við bíðum spennt eftir fregnum af því.  Þeir félagarnir tóku einnig þátt í 100m flugskeiði og urðu þar í öðru sæti á tímanum 7,65 sek. Glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju!


Mynd/ S.Fjóla: Elvar kampakátur með titilinn og þennan frábæra tíma                                         Mynd/ Kolla Gr.: Kóngur frá Lækjamóti
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]