07.08.2011 17:40

Hársbreidd frá heimsmeistaratitli


Mynd/GHP

Þeir félagar Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti héldu á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Austuríki að Íslandsmóti loknu. Þar tóku þeir þátt í gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m skeiði. Bestum árangri náðu þeir í 100m skeiðinu þar sem þeir voru hársbreidd frá sigri. Þeir runnu skeiðið á 7,44 sek en sú sem sigraði, Tania sem keppti fyrir Danmörku, var á 7,43 sek eftir að hafa fengið að fara auka sprett þar sem tölvukerfið nam ekki seinni sprett hennar. Þar með misstu þeir félagarnir hárfínt af heimsmeistaratitli. Þó er þetta frábær árangur þrátt fyrir að óneitanlega hafi verið spælandi að missa þetta frá sér í aukaspretti.





Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]