10.08.2011 21:24

Innsýn í daglegt líf

Daglegt líf hér á Lækjamóti getur oft verið ansi fjörugt. Hér var mikill sónarskoðunardagur á mánudaginn þar sem skoðað var frá þremur stóðhestum sem hafa verið hér í hólfi í sumar. Þær hryssur sem við áttum hjá þeim voru flestar fengnar. Þetta voru tveir tveggja vetra Álfssynir, annar undan Þoku frá Hólum og heitir Þórálfur frá Prestbæ og hinn undan Jónínu frá Hala og heitir sá Jón frá Kjarri. Þriðji hesturinn er svo Sæssonurinn Freyðir frá Leysingjastöðum. Við komum með frekari fréttir af fylum í hryssum síðar.

Laxness frá Lækjamóti undan Blysfara frá Fremra-Hálsi kominn heimvið til að fylgja móður sinni í sónarskoðun.

Járningar eru fyrirferðarmikill þáttur á stórri tamningastöð.

T.v. Friðrik undirbýr kynbótahryssu. T.h. Þórir og James járna úti í góða veðrinu á "gamla mátann"


T.v eru þær Birna 15 ára og Jónína Ósk 13 ára. T.h er Vigdís að fara á útreiðar á hryssunni sinni Sögn frá Lækjamóti.

Eftir miklar umræður um búninga í tengslum við kvennareiðina sem er á morgun vildi Guðmar endilega fá að vera í spiderman-búningnum sínum á baki. Guðmar eyðir öllum deginum í hesthúsinu og finnur upp á mörgu skemmtilegu, heldur sýnikennslur fyrir viðstadda, þjálfar, mokar, eltir hundinn og köttinn og keyrir um á dráttavélinni sinni svo eitthvað sé nefnt.

T.v. Guðmar með Ösju vinkonu sína fyrir framan sig. Þóranna á hana Ösju. T.h. mundar Guðmar við að leggja á Ljúf.

Jakob eyðir líka stórum hluta af sínum degi í hesthúsinu. Hann er þó mest sofandi í vagninum og steinsefur þótt hnegg og járningar séu rétt handan við hornið. Hér fyrir neðan er hann þó að smala með mömmu sinni og afa og er þá í bumbupokanum sínum.


Þjálfunina á hrossunum er reynt að hafa sem fjölbreyttasta. Útreiðar, tæknivinna inni og vinna við hönd ásamt því að mjög reglulega er farið í rekstra með hrossin til að auka úthald, fjölbreytni og gleði. Allt er þetta hluti af daglega lífinu hér á Lækjamóti.

T.v. Ísólfur þjálfar við hönd. T.h. Þóranna lætur kyssa ístöð.


T.v. Þórir á útreiðum með bæinn í baksýn T.h. Guðmar dreymir um að fá að reiða Jakob fyrir framan sig einn daginn.

Hversdagurinn hér á Lækjamóti snýst um hesta og aftur hesta. Hér er líf og fjör og margt af fólki. Veðrið hefur leikið við okkur undanfarna daga sem hefur gert skemmtilega vinnu enn skemmtilegri.


Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]