13.08.2011 09:28
Skemmtilegur dagur!
Á fimmtudaginn var afskaplega skemmtilegur dagur. Reknar voru fram á heiði þær folaldshryssur sem voru fengnar. Þennan dag átti vinnukonan okkar hún Birna líka afmæli. Veðrið var afar gott og var hægt að spóka sig um léttklæddur, bursla í ánni og njóta þess að borða úti.

Áð á Hrappsstöðum


T.v. Þegar heitt er í veðri er gott að fá sér eitthvað svalandi að drekka. T.h. hryssurnar á leiðinni fram.


Þórir og Guðmar nýttu sér góða veðrið til að vaða í Öxná. Hundurinn Asja tók þar sundsprett og má sjá á myndinni til hægri hve spenntir þeir eru að sjá hvort hún hafi það af, að synda yfir til þeirra.


Afmælisveisla var svo fyrir Birnu í Fosshól eftir að búið var að skila af sér hryssunum.
Áð á Hrappsstöðum
T.v. Þegar heitt er í veðri er gott að fá sér eitthvað svalandi að drekka. T.h. hryssurnar á leiðinni fram.
Þórir og Guðmar nýttu sér góða veðrið til að vaða í Öxná. Hundurinn Asja tók þar sundsprett og má sjá á myndinni til hægri hve spenntir þeir eru að sjá hvort hún hafi það af, að synda yfir til þeirra.
Afmælisveisla var svo fyrir Birnu í Fosshól eftir að búið var að skila af sér hryssunum.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]