21.08.2011 18:35
Fyrnarsterku Íþróttamóti Þyts lokið
Það var heldur betur líf og fjör á mótsvæði Þyts á Hvammstanga um helgina þar sem árlegt íþróttamót félagsins fór fram. Auk keppni í "hefðbundnum" íþróttagreinum fóru fram stökk og brokk kappreiðar sem vöktu mikla lukku og heyrðist hrópað og kallað í brekkunnni af spenningi.
Það var hópur hesta og manna sem keppti á mótinu frá Lækjamóti eða alls 13 hross og 9 manneskjur en fjölmennt hefur verið undanfarið í hesthúsinu á Lækjamóti og mikið fjör. Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér
sjá má öll úrslit mótsins á heimasíðu Þyts.
Á laugardeginum fór fram öll forkeppni auk kappreiða. Ísólfur og James kepptu í 100 m skeiði. Ísólfur varð í 5 sæti á Hrók frá Kópavogi og James í 8. á Flugari frá Barkarstöðum.
Ísólfur og Hrókur frá Kópavogi á fleygiferð
James og Flugar frá Barkarstöðum á fljúgandi skeiði
Úrslitakeppni sunnudagsins hófst á b-úrslitum í fimmgangi 1.flokki en þar kepptu Ísólfur og James. Svo fór að Ísólfur og Ræll frá Gauksmýri unnu sér þáttökurétt í A-úrslitum með einkunnina 6,50.
Ísólfur og Ræll frá Gauksmýri
Næsta úrslitakeppni var í barnaflokki. Þar keppti Jónína Ósk Sigsteinsdóttir á hryssunni Vár frá Lækjamóti. Þær stóðu sig vel og enduðu í 2.sæti með 5,27. Jónína var einnig í úrslitum í tölti barna á sömu hryssu og varð þar í 3.sæti með 5,11.
Jónína Ósk og Vár frá Lækjamóti
Þar á eftir hófst unglingaflokkur en þar áttum við tvo fulltrúa, þær Birnu O. Agnarsdóttur sem hefur unnið hjá okkur í sumar og Brynju Kristinsdóttur. Þær stóðu sig báðar mjög vel, Birna varð í 5.sæti með 5,33 og Brynja í 2.sæti með 6,57.
Birna og Björk frá Lækjamóti
Brynja og Tryggvi Geir frá Steinnesi
Þá voru það úrslit í fjórgangi 2.flokki. Þar tók Vigdís þátt á hryssunni sinni Sögn frá Lækjamóti. Sögn var í fyrsta sinn að koma inn á hringvöll og gekk mjög vel, þær unnu sig upp um sæti og urðu í 2.sæti með einkunnina 6,50.
Vigdís og Sögn frá Lækjamóti
Nú er komið hádegishlé en þegar því lauk tók við fjórgangur 1.flokkur. Þar mættu systkinin Ísólfur og Sonja. Ísólfur á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Sonja á Kvarani sínum frá Lækjamóti.
Sonja, Riikka, Tryggvi, Ísólfur og Mette
Ísólfur og Kristófer urðu í 2.sæti með 6,93
Sonja og Kvaran urðu í 5.sæti með 6,13
Jakob var að sjálfsögðu með í klappliðinu alla helgina og fylgdist spenntur með þegar mamman var að keppa.
Slaktaumatölt var næsta úrslitagrein dagsins. Þóranna Másdóttir varð þar í 5 sæti.
Þóranna á Hvítserk frá Gauksmýri. Sigurvegarinn var Mette Mannseth og Háttur frá Þúfum
Að lokum voru töltúrslit 2.flokkur og þar var Vigdís á Ræl frá Gauksmýri. Þau unnu sig upp um tvö sæti og enduðu í 3.sæti með 5,94.
Vigdís og Ræll frá Gauksmýri
Mótinu lauk svo með Gæðingaskeiði. James og Þórir tóku þátt þar. James á Flugari frá Barkarstöðum og Þórir á Návist frá Lækjamóti. Þórir tók einnig þátt í tölti á Návist og hlaut 6,20 í einkunn en það dugði þó ekki í A-úrslit á þessu sterka og skemmtilega móti.
Þórir og Návist frá Lækjamóti
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]