28.08.2011 14:58

Síðsumarssýning á Hvammstanga

Síðasliðinn fimmtudag lauk síðsumarssýningu kynbótahrossa á Hvammstanga. Ísólfur sýndi þar fimm hross og Þórir eina hryssu. Almennt var útkoman í takt við það sem við var að búast og ágætis endapunktur á sumarið þar sem nú taka hauststörfin við; göngur, réttir, reiðkennsla og skólastarf.

Tvær hryssur frá Lækjamóti voru sýndar á sýningunni á Hvammstanga:

Alúð frá Lækjamóti er 5 vetra hryssa undan Þorsta frá Garði og Von frá Stekkjarholti með 7.94 fyrir byggingu og 7.70 fyrir hæfileika, í aðaleinkunn 7.80. Alúð er efnileg alhliða hryssa sem bætti einum og hálfum við skeiðeinkunn sína frá vorsýningu og hlaut fyrir það nú 8,0. Alúð er til sölu


Sögn frá Lækjamóti er hágeng og flott klárhryssa. Hún er 6 vetra undan Veigari frá Lækjamóti, sem er undan Kormáki frá Flugumýri II og Von frá Stekkjarholti, og undan Setningu frá Lækjamóti. Sögn hlaut fyrir sköpulag 7.80, fyrir kosti 7.63 og í aðaleinkunn 7.70. Sögn hlaut 8.5 fyrir vilja&geðslag, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk.
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]