11.09.2011 15:27
Smalað í myrkri og dregið í sól
Einn af hátindum haustsins eru án efa göngur og fjárréttir. Þessa helgina var réttað í Víðidalstungurétt eftir 5 daga göngur á Víðidalstunguheiði. Göngurnar voru erfiðari en oft áður en þoka og snjókoma gerðu gangnamönnum erfitt fyrir. Fyrstu kindurnar komu niður hjá Hrappsstöðum um kl. 18 sl. föstudag eftir langa bið, sérstaklega fyrir Guðmar sem var búin að bíða spenntur alla vikuna eftir að fá að smala kindunum í réttina.
Ákveðið var að halda því til streitu að koma kindunum í réttina og fór svo að smalað var í myrkri við tunglskin og falleg norðurljós. Síðustu kindurnar komu á leiðarenda kl. 22:40.
Guðmar bíður spenntur við Hrappsstaði eftir að safnið komi niður
Hópurinn sem beið á Hrappsstöðum eftir safninu (Dæja tók myndina).
Vigdís eldri (81 ára) Vigdís yngri, Pálína (82 ára), Jóhanna, Jónína, Ísak og Guðmar
Þegar loksins var hægt að leggja af stað var spenningurinn orðin ansi mikill sem smitaðist yfir í hrossin og Setning gamla sem orðin er 24.vetra varð eins og unglamb aftur...
Réttardagurinn rann svo upp bjartur og fagur þar sem allir tóku þátt af miklum krafti
Eftir réttirnar var svo brunað á Sauðárkrók þar sem Gunnar Andri (sonur Hönnu systur) var að keppa með Aftureldingu í fótbolta þar sem þeir sigruðu Tindastól/Hvöt 2-1.
Gunnar (í bláu) stóð sig vel í vörninni hjá Aftureldingu
Það var fjölmennt á Lækjamóti II þessa helgi. Á myndinni eru ættmæðurnar Vigdís Gunnarsdóttir (móðir Gunnars) og Pálína Gísladóttir (móðir Jóhönnu). Svo eru Gunnar og Jóhanna og dæturnar þeirra 3 auk maka og barna.
Ákveðið var að halda því til streitu að koma kindunum í réttina og fór svo að smalað var í myrkri við tunglskin og falleg norðurljós. Síðustu kindurnar komu á leiðarenda kl. 22:40.
Guðmar bíður spenntur við Hrappsstaði eftir að safnið komi niður
Hópurinn sem beið á Hrappsstöðum eftir safninu (Dæja tók myndina).
Vigdís eldri (81 ára) Vigdís yngri, Pálína (82 ára), Jóhanna, Jónína, Ísak og Guðmar
Þegar loksins var hægt að leggja af stað var spenningurinn orðin ansi mikill sem smitaðist yfir í hrossin og Setning gamla sem orðin er 24.vetra varð eins og unglamb aftur...
Réttardagurinn rann svo upp bjartur og fagur þar sem allir tóku þátt af miklum krafti
Eftir réttirnar var svo brunað á Sauðárkrók þar sem Gunnar Andri (sonur Hönnu systur) var að keppa með Aftureldingu í fótbolta þar sem þeir sigruðu Tindastól/Hvöt 2-1.
Gunnar (í bláu) stóð sig vel í vörninni hjá Aftureldingu
Það var fjölmennt á Lækjamóti II þessa helgi. Á myndinni eru ættmæðurnar Vigdís Gunnarsdóttir (móðir Gunnars) og Pálína Gísladóttir (móðir Jóhönnu). Svo eru Gunnar og Jóhanna og dæturnar þeirra 3 auk maka og barna.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]