26.09.2011 21:33

Stóðréttir í Víðidal

Það styttist í eina skemmtilegustu helgi ársins! Spennan magnast með degi hverjum enda fátt skemmtilegra en að fá góða vini í heimsókn, smala stóði niður af fjalli og fá stóðið sitt heim aftur. Auðvitað má ekki gleyma fjörinu á kvöldin og ballinu. Eins og sjá má á heimasíðu Þyts verður margt um að vera:


Stóðsmölun og stóðréttir




Föstudaginn 30.september verður stóðinu smalað til byggða.
Gestir sem ætla að taka þátt í gleðinni fara af stað frá Hrappstöðum um kl. 10.
Þeir sem ætla að vestan geta mætt í Valdarásrétt um hádegi.

Svo er líka mögnuð sjón að mæta bara síðdegis til að sjá stóðið renna heim í sveitina.
Allir velkomnir  í kaffi í skemmuna á Kolugili !
Um kvöldið er kjörið að fá sér kjötsúpu í Víðigerði
eða hjá Siggu og Jóa á Gauksmýri.

Laugardaginn 1. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10
og hefjast þá réttarstörf.
Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happdrætti
og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu .
Aðalvinningurinn er folald !!
Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa.
Uppboð á gæðingsefnum og
Sölusýning verður við réttina um hádegið.

Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar
heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið.

Verið velkomin í Víðidal
í Húnaþingi vestra.

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]