28.10.2011 21:13

Framkvæmdir áður en tekið er á hús

Það styttist í að hrossin verði tekin á hús og er ekki laust við að okkur hlakki til. Það skiptir hinsvegar miklu máli að öll aðstaða sé góð fyrir hrossin og því var ráðist í það verkefni í dag að taka upp gólfið í reiðhöllinni, en það var orðið verulega óslétt og hart.  Fengnir voru verktakar á staðinn með allskonar tæki og tól sem fóru létt með gólfið. Við fylgdumst aðallega með þessum gjörningi enda algjörlega vonlaus þegar kemur að einhverju öðru en að snúast í kringum hross emoticon

Svona var gólfið orðið áður en hafist var handa


Það var engin smágræja fengin í þetta og þurfti að skáskjóta henni inn um hurðina



og svo þurfti líka eina nettari græju


Nokkrum pökkum af spæni var síðan blandað saman við til að auka mýkt gólfsins


sjá má glitta í Guðmar í dyrunum en hann fylgdist vel með framkvæmdunum


og varð auðvitað að hjálpa til líka emoticon

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]