17.11.2011 12:17

Ástund 35 ára!



Ástund, sérvöruverslun hestamannsins, fagnar 35 ára afmæli þann 19. nóvember. Ástund er til húsa í Austurveri við Háaleitisbraut 68 og hefur verið þar frá stofnun. Ástund er enn í eigu stofnenda þess og eru þeir stoltir af því að hafa rekið verslunina á sömu kennitölu í gegnum þykkt og þunnt. En lykillinn að velgengni fyrirtækisins er gott starfsfólk og stöðugleiki í starfsmannahaldi.  Ástund hefur verið leiðandi í hönnun á reiðtygjum og reiðfatnaði um árabil.  Ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á faglega og persónulega þjónustu ásamt því að bjóða upp á fjölbreytt og vandað vöruúrval á viðráðanlegu verði.

 

Í tilefni þessara tímamóta verður margt um dýrðir. Nýr hnakkur úr smiðju Ástund lítur dagsins ljós:  Ástund "Epona"

 

Kynnig á nýjum jafnvægispíski frá hinum virta framleiðanda Fleck og nýja gerð öryggishjálms!

 

25 - 35% afsláttur af öllum vörum í verslun okkar, helgina 18. - 19. - 20. nóvember!

 

Allir viðskiptavinir sem leggja leið sína í Ástund að versla um afmælishelgina komast í happdrættispott og vinningarnir eru ekki af verri endanum.

 

1.     Vinningur 75.000.- kr gjafakort

2.     Vinningur 50.000.- kr gjafakort

3.     Vinningur 25.000.- kr gjafakort

 

Helgi Björns mun árita diska og skemmta viðskiptavinum á milli 17 -18 á föstudag og laugardag.

 

Opnunartími:

 

Föstudagur  10 -18

Laugardagur  10 - 18

Sunnudagur  12 - 17

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]