23.11.2011 21:06

þjálfun gengur vel

Tíminn flýgur áfram og aðventan á næsta leiti emoticon  Í dag var í fyrsta sinn eitthvað sem minnti á veturinn þegar byrjaði að snjóa. Það er gott að fá smá snjó, þá birtir og allt verður svo hreint og fínt. Einnig er besta útreiðafærið þjappaður snjór svo vonandi verður hæfilegur skammtur af honum í vetur. 
Vel gengur að þjálfa þau hross sem eru komin á hús á Lækjamóti og hrossin aðeins byrjuð að komast í form. 

Ein af þeim hryssum sem eru á húsi núna er Þokkadís frá Varmalandi en hún er 6 vetar hryssa í eigu Sigurgeirs og Birnu á Varmalandi. Þessi mynd var tekin í dag en Þokkadís fer vonandi eitthvað af bæ í vetur að kíkja á vellina.


Ekki má gleyma Setningu frá Lækjamóti en hún var tekin inn í vikunni eftir mikinn þrýsting frá yfirþjálfarinum honum Guðmari sem fannst sú gamla hafa verið nógu lengi í fríi. Skeifnaspretturinn var tekinn í dag og skemmtu þau sér bæði vel emoticon

Nokkur af þeim hrossum sem komin eru á hús eru: Kvaran frá Lækjamóti, Freyðir frá Leysingjastöðum II, Morgunroði frá Gauksmýri, Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Sögn frá Lækjamóti, Amor frá Enni, Brana frá Lækjamóti, Hrókur frá Kópavogi, Alúð frá Lækjamóti, Stássa frá Naustum og Jafet frá Lækjamóti. 
Þónokkur önnur ung og efnileg hross eru einnig á húsi sem verða mynduð síðar í vetur emoticon

Kvaran frá Lækjamóti


Freyðir frá Leysingjastöðum II


Morgunroði frá Gauksmýri


Kristófer frá Hjaltastaðahvammi


Sögn frá Lækjamóti


Amor frá Enni


Brana frá Lækjamóti


Hrókur frá Kópavogi 


Alúð frá Lækjamóti


Stássa frá Naustum


Jafet frá Lækjamóti og Birna Agnarsdóttir en hún ætlar að koma til okkar reglulega í vetur og þjálfa með okkur. 
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]