19.01.2012 15:22

Janúar

Janúarmánuður flýgur áfram á nýja árinu og styttist í að innimótin byrji. Stefnt er á nokkur slík mót og eru keppnishestarnir byrjaðir að komast í form. Við erum svo heppin að hafa möguleika á því að leyfa hestunum að hlaupa í rekstri og gerum við það reglulega til að koma þeim í enn betra form og auka fjölbreytileika í þjálfun. 


Hluta af leiðinni í rekstri rekum við framhjá hólfi sem ungfolar eru í, finnst þeim ekki leiðinlegt að sjá hryssurnar og hlaupa aðeins með emoticon


Á heimleið úr rekstri, farið að slakna á þeim

Alltaf er gaman að gefa sér tíma til að líta á ungviðið. Miklar vonir eru að sjálfsögðu bundnar við þessa litlu hesta. Folöldin eru komin á hús og er gaman að kynnast þeim en útigangurinn er líka heimsóttur og finnst ungviði alltaf forvitnilegast að sjá litlar manneskjur emoticon

þessi veturgömlu tryppi urðu mjög spennt fyrir Guðmari þegar við kíktum á þau.

Halla Ísey kom til Guðmars og leyfði honum aðeins að snerta sig. Guðmar á þessa hryssu og valdi nafnið á hana.  Það verður gaman að sjá hvort hann komi meira að tamningu á henni? emoticon
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]