14.02.2012 21:50

Sýnikennsla nýútskrifaðra reiðkennar

Fjórir nýútskrifaðir reiðkennarar héldu sýnikennslu í reiðhöllinni hjá Herði í Mosfellsbæ sl. sunnudagskvöld. FT stóð fyrir þessari kvöldstund sem bar heitið "ungir á uppleið". Ánægjulegt er að Félag tamningamanna styðji við bakið á ungu og efnilegum reiðkennurum með þessum hætti. Þau James Faulkner, Linda Rún Pétursdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og Rósa Birna Þorvaldsdóttir fjölluðu um hugleikin þjálfunaratriði.

Reiðkennararnir Rósa, Ragnhildur, James og Linda kynna við upphaf sýnikennslu


James hóf sýnikennsluna á því að koma á hjólhesti og teymdi við hlið sér stóðhestinn Vígtý frá Lækjamóti sem lét sér fátt um finnast.


Síðan skellti hann sér á bak beislislaust og gerði nokkar æfingar

sveiflaði svo snúrupriki fyrir ofan höfuð og enn var hesturinn hinn rólegasti og greinilegt að traust ríkir milli þeirra félaga.


Rósa Birna með sína hryssu við upphaf sýnikennslu


Ragnhildur og hryssan Heppa. Ragnhildur fjallaði meðal annars um taumsamband


Linda Rún og Máni frá Galtanesi. Linda fjallaði meðal annars um jafnvægi

Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]