18.02.2012 09:12

Tvö gull í hús í Húnvetnsku liðakeppninni og lið 3 efst stiga eftir fjórganginn

Spennandi og skemmtilegt fjórgangsmót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í gærkvöldi á Hvammstanga. Þrátt fyrir að veðrið tæki að versna um það leiti sem keppni hófst létu keppendur það ekki á sig fá. Auk keppenda í Húnavatnssýslum mættu keppendur alla leið frá Snæfellsnesi, Reykjavík og Skagafirði! Húnvetnska liðakeppnin hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skemmtilega kynningarherferð en birst hafa áhugaverð myndbönd á vefmiðlum í tengslum við keppnina. Auk þess vakti sérstaka athygli að tvöfaldur sigurvegari Meistaradeildar Suðurlands, Artemisia Bertus, mætti til leiks í Húnvetnsku liðakeppninni. 
Vel gekk hjá Lækjamótsfólki á þessu móti, Ísólfur sigraði 1. flokk á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Vigdís sigraði 2. flokk á Freyði frá Lækjamóti eftir að hafa komið upp úr b-úrslitum og Birna Agnarsdóttir sem hefur þjálfað með okkur í hesthúsinu í vetur hafnaði  í 2. sæti í unglingaflokki á Jafet frá Lækjamóti. Lið 3 (Víðidalur og Fitjárdalur) stendur svo efst eftir kvöldið í liðakeppninni  með 56,5 stig. Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður, Miðfjörður) er næst með 43,5 stig, lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) í þriðja sæti með 39,5 stig og í fjórða sæti er lið 4 (Austur Húnavatnssýsla) með 28,5 stig.
Úrslit kvöldsins urðu þessi: 


Fjórgangur A-úrslit 1. flokkur 
1 Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Fork / úrslit 6,60 / 7,00
2 Artemisia Bertus / Þytur frá Húsavík Fork / úrslit 6,60 / 6,90
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,83 vann B-úrslit
4 Tryggvi Björnsson og Goggur frá Skáney Fork / úrslit 6,50 / 6,77
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Fork / úrlsti 6,33 / 6,33 

Fjórgangur B-úrslit 1. flokkur
5 Fanney Dögg Indriðadóttir/Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,8
6 Jakob Víðir Kristjánsson/Börkur frá Brekkukoti Fork / úrslit 6,13 / 6,47
7 Líney María Hjálmarsdóttir/völsungur frá Húsavík Fork / úrslit 6,23 / 6,47
8 Elvar Einarsson/Ópera frá Brautarholti Fork / úrslit 6,13 / 6,37
9 Kolbrún Grétarsdóttir/Stapi frá Feti Fork / úrslit / 6,23 /6,10
10 Sæmundur Sæmundsson/Mirra frá Vindheimum Fork / úrslit / 6,17 / 6,07 




Fjórgangur A-úrslit 2. flokkur 
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,63 vann B-úrslit
2 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 6,33 /6,37
3 Jóhanna Friðriksdóttir / Burkni frá Stóru-Ásgeirsá Fork/úrslit 6,03 / 6,17
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kasper frá Grafarkoti Fork/úrlslit 6,00 / 6,13
5 Ragnar Smári Helgason / Vottur frá Grafarkoti Fork/úrslit 6,00 / 5,93 

Fjórgangur B-úrslit 2. flokkur
5 Vigdís Gunnarsdóttir/Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,47
6 Gréta Brimrún Karlsdóttir/Þróttur frá Húsavík Fork/úrslit 5,83 / 6,13
7 Jóhann Albertsson/Viðburður frá Gauksmýri Fork/úrslit 5,97 / 6,13
8 Þórhallur Magnús Sverrisson/Arfur frá Höfðabakka Fork/úrslit 5,77 / 5,3
9 Þórður Pálsson/Áfangi frá Sauðanesi Fork/úrslit 5,73 / 5,13

Fjórgangur A-úrslit unglingaflokkur
1 Ásdís ósk Einarsdóttir / Lárus frá Syðra Skörðugili Fork/úrslit 5,57 / 6,37
2 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti Fork/úrslit 5,73 / 6,10
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 5,73
4 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir /Demantur Fork/úrslit 5,70 / 5,50
5 Brynja Kristinnsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi Fork/úrslit 5,70 / 1,80 lauk ekki keppni 

Fjórgangur B-úrslit unglingaflokki
5 Eva Dögg Pálsdóttir/Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 6,0
6 Viktoría Eik Elvarsdóttir/Máni frá Fremri Hvestu Fork/úrslit 5,47 / 5,83
7 Aron Orri Tryggvason/Kátína frá Steinnesi Fork/úrslit 5,43 / 5,7
8 Fríða Björg Jónsson/Blær frá Hvoli Fork / úrslit 5,4 / 5,53
9 Kristófer Smári Gunnarsson/Djákni frá Höfðabakka Fork / úrslit 5,23 / 5,2


Fjórgangur A-úrslit 3.flokkur

1 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi Fork/úrslit 5,50 / 5,57
2 Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti Fork/úrslit 4,70 / 5,37
3 Hanefe Muller / Silfurtígur frá Álfhólum Fork/úrslit 5,03 / 5,07
4 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 5,17 / 4,23
5 Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum Fork/úrslit 5,03 / 4,13 
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]