19.02.2012 19:52

Lækjamótshross njóta sín á skautasvelli


Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti


Ísólfur og Návist frá Lækjamóti

Bautatölt 2012 fór fram í gærkvöldi. Góð þátttaka var að venju þetta kvöld og fór Ísólfur með Návist frá Lækjamóti og Kvaran frá Lækjamóti á ísinn.  Óhætt er að segja að þau hafi notið sín vel á ísnum en þau komust bæði í úrslit. Návist í B-úrslit með einkunnina 6,47 og 7.sæti eftir forkeppni og Kvaran í A-úrslit með einkunnina 7,0 og efsta sæti eftir forkeppni. Ísólfur varð því fyrir því lúxusvandamáli að þurfa að velja á milli þessara tveggja gæðinga en Návist er ung 1.verðlauna hryssa í eigu Þóris og Kvaran er vaxandi alhliðagæðingur sem verður meðal annars þátttakandi í 5-gangi KS deildar, meistaradeildar Norðurlands, í vetur. Hvorugt þeirra hefur þó farið á ísmót áður og var því gaman að sjá hve þau nutu sín vel á svellinu. Ísólfur tók þá ákvörðun að fara með Kvaran í A-úrslitin sem voru jöfn og spennandi. Lokaniðurstaðan varð sú að þeir urðu í þriðja sæti með einkunnina 7,33, glæsilegur árangur það. 
Úrslitin þetta kvöld urðu þessi (tekið af vef hestafrettir.is)

1. Guðmundur Karl Tryggvason og Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,50 - 7,50 - 7,83 =7,58
2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri-Ey 7,33 - 7,33 - 7,50 =7,38
3. Ísólfur Líndal og Kvaran frá Lækjarmóti 7,17 - 7,50 - 7,50 = 7,33
4. Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund 7,00 - 7,00 - 7,50 =7,13
5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,67 - 6,83 - 7,00 = 6,79

B úrslit
5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,83 - 7,17 - 7,00 = 6,96
6. Atli Sigfússon og Krummi frá Egilsá 6,67 - 7,00 - 7,00 = 6,83
7. Nikólína Rúnarsdóttir og Ronja frá Kollaleiru 7,00 - 6,50 - 6,50 = 6,75
8. Hörður Óli Sæmundarson og Hreinn frá Vatnsleysu 6,50 - 6,67 - 6,83 = 6,63
9. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Vaka frá Hólum 6,17 - 6,67 - 6,83 = 6,46
10.-11. Tryggvi Björnsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 6,00 - 6,33 - 6,67 = 6,25
10.-11. Þorvar Þorsteinsson og Einir frá Ytri-Bægisá I 6,17 - 6,17 - 6,50 = 6,25


Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]