23.02.2012 07:59

Sigur í fjórgangi KS deildar



Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þegar þeir sigruðu fjórganginn í KS deildinni. Eftir forkeppni voru þeir í 7.sæti en komust upp úr B-úrslitum og sigruðu síðan A-úrslitin glæsilega með einkunnina 7,47 eftir spennandi úrslitakeppni. Annar Þytsfélagi stóð sig einnig frábærlega en Fanney Dögg og Grettir frá Grafarkoti komust beint í A-úrslit eftir forkeppni og höfnuðu í 6.sæti með 7,0. 
A-úrslitin urðu þessi (fengið af fax.is)

Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,47

Ólafur Magnússon -  Gáski frá Sveinsstöðum  7,40

Sölvi Sigurðsson - Óði- Blesi frá Lundi  7,37

Bjarni Jónasson - Roði frá Garði  7,23

Baldvin Ari Guðlaugsson - Senjor frá Syðri Ey  7,13

Fanney Dögg Indriðadóttir - Grettir frá Grafarkoti  7,0

Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]