05.03.2012 12:53

Birna og Jafet frá Lækjamóti láta að sér kveða

Grunnskólamót hestamannafélaga á norðurlandi vestra hófst sl. sunnudag en æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari skemmtilegu mótaröð sem telur alls þrjú mót.
Birna Agnarsdóttir tók þátt á Jafet frá Lækjamóti en Birna kemur til okkar á Lækjamót og þjálfar þá meðal annars hann Jafet. Birna byrjaði að keppa síðasta sumar á Jafet og eru stöðugar framfarir hjá þeim og gaman að sjá hvernig þau vaxa við hvert mót. Unnu þau sig upp í 2. sæti í úrslitum og hlutu einkunnina 6,83 sem er glæsilegur árangur. 
mynd fengin af heimasíðu Þyts

Helga Rún, Fanndís, Ásdís, Birna og Þórdís


Flettingar í dag: 2018
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 1135
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 752108
Samtals gestir: 66834
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 23:06:05
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]