17.03.2012 00:42

Lækjamót í A-úrslitum :)

Kvaran frá Lækjamóti, Alúð frá Lækjamóti, Jafet frá Lækjamóti og Návist frá Lækjamóti stóðu sig öll mjög vel í kvöld þegar þau komust öll ásamt knöpum sínum í A-úrslit í Húnvetnsku liðakeppninni. 
Jafet frá Lækjamóti og Birna riðu á vaðið og enduðu í 2. sæti í tölti unglinga. Því næst komu Návist frá Lækjamóti og Vigdís en þær kepptu í fimmgangi 2.flokki og höfnuðu í 5 sæti. Í fimmgangi 1.flokki komu Alúð frá Lækjamóti og Elvar Logi upp úr B-úrslitum og höfnuðu í 4 sæti. Að lokum settu Kvaran frá Lækjamóti og Ísólfur punktinn yfir i-ið með glæsilegri sýningu sem tryggði þeim 1. sætið. Frábært kvöld þar sem okkar lið (lið 3) stóð sig frábærlega, landaði fullt af stigum og er komið með forystuna aftur í liðakeppninni :)

A-úrslit 5-gangur
1. Ísólfur Líndal Þórisson / Kvaran frá Lækjamóti eink. 7,19 
2. Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum eink. 7,12
3. Sölvi Sigurðarson / Dóri frá Melstað eink. 6,98
4. Elvar Logi Friðriksson / Alúð frá Lækjamóti eink. 6,48 (vann b-úrslit)
5. Sæmundur Sæmundsson / Mirra frá Vindheimum 6,12

Ísólfur, Mette, Sölvi, Elvar Logi og Sæmundur



Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti eru vaxandi par

Úrslit unglingaflokkur - Tölt
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti eink. 6,89
2. Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti eink. 6,56
3. Helga Rún Jóhannsdóttir / Unun frá Vatnshömrum eink. 6,50
4. Ingunn Ingólfsdóttir / Hágangur frá Narfastöðum eink. 6,39
5. Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga eink. 6,17

Ásdís, Birna, Helga, Ingunn og Atli 

Birna og Jafet eru flott par


A-úrslit 2. flokkur fimmgangur
1. Gréta B Karlsdóttir / Hula frá Efri Fitjum eink. 6,36
2. Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti eink. 6,36
3. Jóhann Albertsson / Ræll frá Gauksmýri eink. 6,26 (vann b-úrslit)
4. Fjóla Viktorsdóttir / Vestri frá Borgarnesi eink. 6,02
5. Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti eink. 5,86


Vigdís og Návist frá Lækjamóti kepptu í fyrsta sinn saman í 5-gangi

Einstaklingskeppnin stendur þá þannig þegar aðeins Tölt er eftir:

Einstaklingskeppnin 

1. flokkur


1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson 28 stig
2. sæti Elvar Logi Friðriksson 24 stig
3 -4. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir 22 stig
3-4. sæti Líney María Hjálmarsdóttir 22 stig

2. flokkur

1.sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir 21 stig
2.sæti Vigdís Gunnarsdóttir 15 stig
3.sæti Gréta B Karlsdóttir 13 stig

4.sæti Halldór Pálsson 12 stig

5.sæti Jónína Lilja Pálmadóttir 11 stig


3.flokkur 


1.sæti Rúnar Guðmundsson 12stig
2.sæti Höskuldur Birkir Erlingsson 6 stig
3. sæti Irina Kamp 5 stig

Unglingar
1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir 12 stig
2. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir 8 stig
3. sæti Hákon Ari 6 stig

Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]