21.03.2012 23:42

Töltkeppni KS


Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II

Töltkeppni KS deildarinnar fór fram í kvöld en Ísólfur mætti þar með Freyði frá Leysingjastöðum II. Gekk þeim félögum vel, komust í b-úrslit og enduðu í 9. sæti og eitt stig. Eru þeir ört vaxandi og verður gaman að fylgjast með þeim áfram á brautinni. Sigurvegari í töltinu varð hinsvegar reynsluboltinn og gæðingurinn Gáski frá Sveinsstöðum og félagi hans Ólafur Magnússon. Úrslitin urðu að öðru leiti þessi:

A-úrslit: 
1. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum
2. Bjarni Jónasson og Roði frá Garði
3. Sölvi Sigurðarson og Glaður frá Grund
4. Baldvin Ari Guðlaugson og Senjor frá Syðri Ey (upp úr b)
5. Tryggvi Björnsson og Stórval frá Lundi

B-úrslit
5. Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri Ey
6.-7. Elvar Einarsson og Lárus frá Syðra Skörðugili
6.-7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti
8. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalæk
9. Ísólfur Líndal Þórisson og Freyðir frá Leysingjastöðum II
10. Erlingur Ingvarsson og Skrugga frá Kýrholti


B-úrslitin voru mjög jöfn og spennandi. Eftir forkeppni voru þessir 6 knapar allir á bilinu 6,77-6,83.

Í stigakeppni knapa er staða efstu orðin þessi:
Bjarni Jónasson 22 stig 
Sölvi Sigurðarson  21 stig
Ólafur Magnússon 18 stig 
Ísólfur Líndal Þórisson  17 stig
Baldvin Ari Guðlaugsson 15 stig  og
Mette Manseth 12 stig


Maður fer varla á hestamót í Svaðastaðahöllinni án þess að sjá hrossaræktandann og hestamanninn Svein Guðmundsson fylgjast grant með því sem þar fer fram. Til gamans fylgir því hér ein mynd af Sveini þar sem hann er spallar við Magnús Magnússon og Sigríði Elku Guðmundsdóttur.

 

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]