25.03.2012 22:12

hestalíf

Þegar ekki er verið að þjálfa, keppa eða sýna þá eru fundin önnur hestatengd verkefni. Reglulega rekum við stóðið heim til að athuga fóðurástand og almenna líðan. 17.mars sl. var tekinn einn þannig dagur, athyglisvert er líka að sjá sveiflurnar í veðrinu en þennan dag var töluvert magn af snjó en í dag viku seinna þegar þetta er ritað er nánast allur snjór farinn og hitastigið farið yfir 10 gráður um helgina. 


Þórir fór á tveimur jafnfljótum upp í fjall að ná í þann hluta stóðsins sem þar var

  
Grýlukertin eru alltaf vinsæl         


Áfram er síðan í nógu að snúast. Næstkomandi föstudagskvöld er Stórsýning Þyts en það er árleg reiðhallarsýning Þyts sem haldin er á Hvammstanga. Þangað verður skundað með nokkra hesta. Í vikunni þar á eftir er svo lokamót KS deildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði og svo er lokakvöld Húnvetnsku liðakeppnarinnar eftir páska þannig að það er nóg framundan.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]