31.03.2012 16:57

Atriðið "Guðmar, Eyvör og afi" sló í gegn



Það er óhætt að segja að atriðið "Guðmar, Eyvör og afi" hafi slegið í gegn í gær á reiðhallarsýningu Þyts í gærkvöldi. Sýningin sem haldin var í Þytsheimum á Hvammstanga var vel heppnuð og gaman að sjá hversu atriðin voru fjölbreytt. Áður nefnt atriði vakti mikla athygli fyrir samspil manns og hests en Þórir hefur kennt Eyvöru ýmsar kúnstir eins og að hneygja sig, leggjast, fara upp á háan pall, vega salt og hoppa. Þessar þrautir leysti hún af mikilli gleði og var um einskonar þrautakóng að ræða því fyrst gerði Guðmar kúnstirnar og svo Eyvör :) Hægt er að sjá atriðið í heild sinni með því að velja þennan link 
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]