05.04.2012 12:26
Spennandi og skemmtilegri KS deild lokið
Spennandi og skemmtilegri KS deild lauk í gærkvöldi með slaktaumatölti og skeiði. Staða efstu knapa var jöfn og því ljóst að úrslitin myndu ráðast á þessu kvöldi. Þónokkur titringur var meðal knapa fyrir slaktaumatöltinu en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í þeirri grein á KS móti. Reynsla knapa og hesta var því í mörgum tilvikum lítil en flestir sammála um þetta væri nauðsynleg viðbót við keppnina. Ekki sáust eins margir hvítir taumar og í Meistaradeild Suðurlands en engu að síður voru mörg flott tilþrif :)
![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=0c333d8f-710a-48b7-9659-cb34442e808b)
![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=934919a0-b993-4ef9-a9ca-a87ca9247ad5)
![](http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=934919a0-b993-4ef9-a9ca-a87ca9247ad5)
Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II reyndu fyrir sér í fyrsta sinn í slaktaumatölti. Gekk þeim félögum vel, fengu 6,33 í forkeppni og 6,96 í úrslitum sem dugði þeim í 6.sæti. Glæsileg frumraun.
A- úrslit í slaktaumatölti urðu þessi: .
1) Tryggvi Björnsson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7.98
2) Mette Mannseth Stjörnustæll frá Dalvík 7,38
3) Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,38
4) Sölvi Sigurðarson Glaður frá Grund 7,0 (upp úr b-úrslitum)
5) Bjarni Jónasson Svala frá Garði 6,83
Skeiðkeppnin var síðan mjög spennandi og frábærir tímar sem sáust. Ísólfur mætti með Flugar frá Barkarstöðum í skeiðið. Náðu þeir mjög góðum tíma eða 5,12 sek. sem þýddi einnig 6.sæti í þeirri grein. Mette og Þúsöld frá Hólum sigruðu glæsilega á 4,96 og skutust þar með upp í 3.sæti í stigakeppni knapa.
Mette Mannseth Þúsöld frá Hólum 4,96
Þórarinn Eymundsson Bragur frá Bjarnastöðum 4,98
Bjarni Jónasson Hrappur frá Sauðárkróki 5,04
Þorbjörn Hreinn Matthíasson Möttull frá Torfunesi 5,08
Sölvi Sigurðarsson Steinn frá Bakkakoti 5,09
Ísólfur Líndal Flugar frá Barkarstöðum 5,12
Ísólfur varð samanlagt í 4.sæti sem er besti árangur hans í KS deildinni frá upphafi. Sigurvegari KS deildarinnar varð Bjarni Jónasson eftir harða baráttu við Sölva Sigurðarson sem var jafn honum að stigum fyrir skeiðið.
Sigurvegari KS deildarinnar 2012 "tolleraður" þegar úrslitin voru ljós
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]