10.04.2012 13:45

Páskamót Þytsheima

Annan í páskum fór fram páskamót í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í tölti og voru Þytsfélagar ánægðir með að fá eitt æfingamót fyrir lokakvöld Húnvetnsku liðakeppninnar sem fer fram næsta laugardag. Nokkur ný og spennandi hross sáust enda mótið kjörið til að æfa sig. 
Við á Lækjamótsbúinu fórum með 6 hross. Ísólfur keppti á hryssunum Framtíð frá Leysingjastöðum II og Hlökk frá Kolgerði en þetta var frumraun þeirra í keppni. Óhætt er að segja að það hafi gengið vel með þær báðar. Hlökk hlaut 6,2 í forkeppni og Framtíð 6,5. Mjög gott fyrsta mót. Ísólfur fór með Framtíð í úrslitin og sigraði 1.flokkinn með einkunnina 7,17. Í úrslitum var einnig James á stóðhestinum Tígur frá Hólum, hlutu þeir 6,17 og 6.sæti.


Framtíð er glæsileg hryssa undan Orra frá Þúfu í eigu Hreins Magnússonar. Hún hlaut 2010 í kynbótadómi 8,17 í aðaleinkunn, þar af 8,44 fyrir sköpulag. Árið 2011 eignaðist Framtíð folald og nú í sumar er stefnt með hana aftur í dóm. 

Önnur úrslit í 1.flokki urðu þessi: 
1. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Framtíð frá Leysingjastöðum II: 6,50/7,17
2. sæti Herdís Einarsdóttir og Brúney frá Grafarkoti: 6,50/7,00
3. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Greipur frá Syðri-Völlum 6,30/6,83
4. sæti Elvar Logi Friðriksson og Líf frá Sauðá 6,20/6,50
5. sæti Þóranna Másdóttir og Carmen frá Hrísum 5,70/6,33
6. sæti James Bóas Faulkner og Tígur frá Hólum 5,70/6,17


Í 2.flokki mætti Vigdís með alhliðahryssuna Návist frá Lækjamóti, var þetta þeirra fyrsta töltkeppni saman og gekk vel hlutu 6,83 í úrslitum og 2.sæti. 


1. sæti Gréta B Karlsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,00/7,00
2. sæti Vigdís Gunnarsdóttir og Návist frá Lækjamóti 6,00/6,83
3. sæti Þorgeir Jóhannesson og Bassi frá Áslandi 6,00/6,67
4.-5. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gæska frá Grafarkoti 5,80/6,33
4.-5. sæti Ragnar Smári Helgason og Kóði frá Grafarkoti 6,00/6,33
6. sæti Þórhallur Magnús Sverrisson og Vág frá Höfðabakka 5,70/6,17

Í unglingaflokki keppti svo Birna Agnarsdóttir á Jafet frá Lækjamóti og sigruðu þau með einkunnina 6,17.

1. sæti Birna Olivia Agnarsdóttir og Jafet frá Lækjamóti: 5,7/6,17
2. sæti Fríða Björg Jónsdóttir og Blær frá Hvoli 5,3/5,83
3. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Kasper frá Grafarkoti 5,2/5,33

Flettingar í dag: 1248
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 635
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 611604
Samtals gestir: 61351
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:26
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]