16.04.2012 08:12

Punkturinn yfir i-ið

Hinni bráðfjörugu og vel heppnuðu mótaröð "Húnvetnska liðakeppnin" lauk sl. laugardag í blíðskaparveðri. Mótin hafa í vetur verið afar vel sótt með yfir 100 skráningar á hvert mót. Gaman hefur verið að upplifa þá stemmingu sem hefur myndast í kringum mótin og verður vonandi áframhald á næstu árin. 

Óhætt er að segja að vel hafi gengið á lokamótinu hjá Lækjamótsfólkinu og ekki síst hjá hjónunum á Lækjamóti II en með góðum árangri í töltinu náðu þau bæði að tryggja sér sigur í stigakeppni einstaklinga. 


3 (Víðidalur og Fitjárdalur) sigraði keppnina í ár með þó nokkrum yfirburðum eða alls 257 stigum. Í öðru sæti varð lið 2 með 184,5 stig og í þriðja sæti lið 1 með 140,5 stig. 


Bikarnum vel fagnað af liðstjóra liðs 3 og félögum

Í töltkeppninni komust öll hrossin í úrslit sem farið var með en velja þurfti milli þeirra þannig að, Sögn frá Lækjamóti, Flugar frá Barkarstöðum og Kvaran frá Lækjamóti sluppu því við að fara í úrslit á meðan Návist frá Lækjamóti, Freyðir frá Leysingjastöðum II og Vígtýr frá Lækjamóti tóku það verkefni að sér emoticon 

 Í 2.flokki sigraði Vigdís á Návist frá Lækjamóti. Glæsilegur árangur hjá þeim.          



2. flokkur
A-úrslit
1    Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti 6,17 

2-3    Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 6,11 

2-3    Jóhanna Friðriksdóttir / Rauðka frá Tóftum 6,11 

4    Greta Brimrún Karlsdóttir / Hula frá Efri-Fitjum 6,00 

5    Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,78 

6    Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,50  



Í 1.flokki urðu þeir Ísólfur og Freyðir í 2.sæti með einkunnina 7,28 og James og Vígtýr urðu í 4.sæti. Virkilega flott hjá þeim félögum.

Ísólfur og Freyðir stóðu sig vel að vanda


James og Vígtýr komu sterkir inn

1. flokkur
A-úrslit
1    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,39 

2    Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,28 

3    Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,89 

4    James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,39 

5    Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 5,89  



Í unglingaflokki urðu svo Birna og Jafet í 3. sæti, glæsilegt hjá þeim. En Birna varð einnig í 2.sæti í stigakeppni einstaklinga í sínum flokki.


Ásdís sigurvegari stigakeppninnar, Birna í 2.sæti og Helga Rún í 3.sæti. 

Unglingaflokkur
A-úrslit
1    Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 6,00 

2    Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 5,89 

3    Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 5,61 

4    Eva Dögg Pálsdóttir / Sjón frá Grafarkoti 5,28 

5    Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 4,89  

Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556900
Samtals gestir: 58143
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:59:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]