07.05.2012 14:52
Sumarið að "detta" inn
Runninn er upp sumardagurinn fyrsti og hefur sólin glatt okkur nokkuð oft síðustu vikur. Tilhlökkun yfir sumrinu magnast með hverri vikunni. Beðið er með óþreyju eftir folöldunum, en eitt af því skemmtilegra við hrossarækt er að fylgjast með ungviðinu vaxa og dafna.
Nú um helgina voru folöldin frá 2011 frostmerkt en auk örmerkja er sett merki Lækjamóts á bakið.
Í ár var notast við nýja aðstöðu en Þórir smíðaði einskonar bás í gamla grindarhúsinu til að hægt væri að frostmerkja án mikilla erfiðleika. Allt gekk eins og í sögu þannig að ljóst að þessi góða aðstaða er komin til að vera.
Hægt er að reka þrjú veturgömul tryppi inn í básinn og loka þannig að þau nái ekki að hlaupa um.
Steinbjörn setur frostmerkið á bakið og Þórir og Guðmar fylgjast spenntir með.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]