12.05.2012 22:43
Utanhússtímabilið byrjar vel
Úrslit í 5-gangi (ljósmynd: Marta Gunnarsdóttir)
Í dag var brugðið undir sig betri fætinum og tekið þátt í íþróttamóti Skugga í Borgarnesi. Pakkað var niður regnfötum og aukfötum þar sem spáin var ekki glæsileg en svo fór að veðrið var í miklu spariskapi og ekki þurfti að notast við aukabúnaðinn.
Farið var með 6 hesta, Ísólfur með Freyðir frá Leysingjastöðum II og Álfrúnu frá Víðidalstungu II. Vigdís með Lækjamótshryssurnar Sögn og Návist og James með stóhestana sína Vígtý frá Lækjamóti og Flugar frá Barkarstöðum.
Mjög vel gekk á þessu fyrsta útimóti ársins, Ísólfur sigraði tvöfalt þ.e á Freyði í fjórgangi ,með 7,20 eftir forkeppni og 7,83 í úrslitum, og á Álfrúnu í fimmgangi með 6,17 í forkeppni og 6,93 í úrslitum. Glæsilegur árangur en þetta var einungis annað útimót Freyðis og fyrsta skipti sem Álfrún kemur á hringvöll.
Frúnni á Lækjamóti II (undirritaðri) gekk einnig ljómandi vel, keppti í fyrsta skipti í 1.flokki og endaði í 4. sæti í fjórgangi á Sögn og í fimmgangi í 2. sæti.
Lækjamótshjónunum fannst ekki leiðinlegt að keppa saman í úrslitum í fyrsta en vonandi ekki síðasta sinn :)
(Ljósm:Marta Gunnarsd.)
Í tölti stóðu þeir félagar James og Vígtýr sig einnig mjög vel, urðu í 2.sæti með 6,72.
fjórgangur 1.flokkur
1. Ísólfur Líndal og Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,83
2. Linda Rún Pétursdóttir og Máni frá Galtanesi 7,07
3. Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu 6,60
4. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 6,53
5. Ámundi Sigurðsson og Elva frá Miklagarði 6,27
fimmgangur 1. flokkur
1. Ísólfur Líndal og Álfrún frá Víðidalstungu II 6,93
2. Vigdís Gunnarsdóttir og Návist frá Lækjamóti 6,38
3. Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal 6,33
4. Ámundi Sigurðsson og Tilvera frá Syðstu-Fossum 5,69
5. Freyja Þorvaldardóttir og Kólga frá Úlfsstöðum 0,00
tölt 1.flokkur
1. Linda Rún Pétursdóttir og Máni frá Galtanesi 7,00
2. James B. Faulkner og Vígtýr frá Lækjamóti 6,72
3. Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti 6,50
4. Ámundi Sigurðsson og Elva frá Miklagarði 6,39
5. Snorri Elmarsson og Gáta frá Tröðum 5,67
Ísólfur og Freyðir sigruðu fjórganginn glæsilega (ljósm. Marta Gunnarsdóttir)
hægt stökk
Freyðir og Ísólfur á brokki
Vigdís og Sögn frá Lækjamóti voru ánægðar með árangur dagsins
og svo var það brokk
Sigurvegarinn í fimmgangi, Álfrún frá Víðidalstungu II á skeiði (ljósm:Marta Gunnarsd.)
Ísólfur og Álfrún á tölti
Vigdís og Návist frá Lækjamóti sem urðu í 2.sæti í fimmgangi, hér á tölti. (ljósm: Marta Gunnarsd.)
og skeiðið gekk líka vel (ljósm: Marta Gunnarsdóttir)
James og Vígtýr voru flottir og urðu í 2. sæti í tölti.
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]