02.06.2012 22:55
Tvær hryssur inn á Landsmót í dag
Þessa dagana standa yfir kynbótasýningar og úrtökur fyrir landsmót og spennan eykst stöðugt. Í blíðaskaparveðri fór í dag fram yfirlitssýning kynbótahrossa á Vindheimamelum í Skagafirði.
Stund milli stríða
kynbótasýningar geta dregist á langinn og þá er eins gott að hafa nóg fyrir stafni
Ísólfur sýndi þar fjórar hryssur sem allar hlut 1.verðlaun fyrir hæfileika og tvær þeirra unnu sér rétt á Landsmót. Önnur þeirra var gæðingurinn Návist frá Lækjamóti, ræktandi og eigandi Þórir Ísólfsson. Návist hlaut í aðaleinkunn 8,20, fyrir hæfileika 8,25 og byggingu 8,11.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.2 |
Hin hryssan er hin 5 vetra Stássa frá Naustum sem hlaut 8,09 í aðaleinkunn þar af 8,03 f. hæfileika og 8,18 f. byggingu.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.09 |
Hinar hryssurnar sem sýndar voru fengu einnig góðan dóm. Hin glæsilega Orradóttir Framtíð frá Leysingjastöðum II hlaut í aðaleinkunn 8,22 þar af 8,11 fyrir hæfileika og 8,39 fyrir byggingu.
Og 5 vetra gamla Bjarmadóttirin Hlökk frá Kolgerði hlaut 7,99 í aðaleinkunn, 8,01 fyrir hæfileika og 7,96 fyrir byggingu.
Framtíð frá Leysingjastöðum II hlaut m.a 9,0 fyrir tölt
Hlökk frá Kolgerði er mikið rúm og viljug
Á meðan þessu stóð tók James þátt í úrtöku fyrir landsmót hjá Herði í Mosfellsbæ. James fór í A-flokk með Flugar frá Barkarstöðum og urðu þeir í 3.sæti eftir forkeppni og því komnir með miða inn á landsmót fyrir Hörð. Glæsilegt hjá þeim félögum.
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]