17.06.2012 12:12
Þrjú í viðbót inná landsmót í gær svo alls 11 stk á leið í Víðidalinn!
Úrtaka hestamannafélagsins Neista fór fram á Blönduósi í gær. Ísólfur keppti þar í B-flokk á Freyði frá Leysingjastöðum og stóð efstur eftir forkeppni með glæsilega einkunn eða 8,61 sem er eins og stendur 10. hæsta einkunn úr forkeppni yfir landið Í A.flokki fór hann svo með Vökul frá Sæfelli og Snerpu frá Eyri og varð í 1.-og 2. sæti eftir forkeppni með þau og því einnig með þau inná mót. Það er því ljóst að alls fara 11 hross á Landsmót frá Lækjamótsfólkinu þar af 8 hjá Ísólfi. Er því mikil tilhlökkun farin að gera vart við sig fyrir komandi Landsmóti í Víðidal en auk keppninnar er eitt það skemmtilegasta við Landsmót að horfa á kynbótahrossin og hitta vini og kunningja.
Ísólfur og Freyðir á hægu tölti
Í dag er 17.júní Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga og var ekki amalegt að hefja daginn á að ganga í sól og logni upp í "fæðingarhólf" til að hitta hryssur og folöld. Enn eru fimm hryssur eftir að kasta og vonum við að það hafist hjá þeim fyrir landsmót. Í dag er svo stefnan tekin á Hvammstanga þar sem fara fram 17.júní hátíðarhöld.
Þessi skjótti hestur fæddist í fyrradag. Hann er undan Kæti frá Leysingjastöðum II og Álffinni frá Syðri-Gegnishólum.
Ísak að spjalla við Bikar m. Sinfónía Saurbæ f. Freyðir Leysingjastöðum II
Ekki hægt að segja annað en mikil ró sé yfir öllum í "fæðingarhólfinu"
þessi flotti gaur er undan Aþenu f. Lækjamóti og Þórálfi f. Prestbæ
lítil skvísa undan Straumey f. Leysingjastöðum II og Fræg frá Flekkudal
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]