09.08.2012 13:46
Ný 1.verðlauna hryssa frá Lækjamóti!
Gáta frá Lækjamóti og Ísólfur
Í dag lauk yfirlitssýningu á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Hvammstanga. Efsta hross sýningarinnar var hin 5 vetra gamla Gáta frá Lækjamóti undan Toppu frá Lækjamóti og Trúr frá Auðsholtshjáleigu. Gáta hlaut 8,24 fyrir hæfileika, 7,96 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 8,13 sem er frábær árangur en Gáta hefur aldrei verið sýnd áður. Eigandi Gátu og ræktandi er Elín R. Líndal sem má vera stolt af þessari stórglæsilegu hryssu.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 8.13 |
Gáta er flugvökur og flott
Toppa móðir Gátu hefur því gefið tvær 1.verðlauna hryssur en hin er Rán frá Lækjamóti sem er með 8,22 í aðaleinkunn þar af 8,30 fyrir hæfileika og er ræktunarhryssa á Lækjamóti.
Toppa frá Lækjamóti með eitt af afkvæmum sínum
og á meðan Friðrik dæmdi kynbótahross á Miðfossum fylgdust Sonja og Jakob Friðriksson vel með
kynbótahrossum á Hvammstanga
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]