20.09.2012 08:54

Styttist í stóðréttir

Eftir óveðrið sem geysaði á Íslandi 10. september fórum við fram að heiðagirðingu til að líta á stóðið sem þar dvelur. Töluverður snjór var og þurftum við að ganga síðasta spölinn. Stóðið leit vel út en þurfti að hafa meira fyrir því að finna gras en venjulega. Þennan dag sem við komum var fallegt haustveður, sól og hiti yfir frostmarki. Tvær vinkonur okkur, Rona og Harriet Frame komu með okkur og tóku þessar myndir sem hér fylgja.


Við heiðargirðinguna beið þessi hópur,aðeins ringlaður á hvaða dagur væri vegna óvæntrar snjókomu.


Mörg af þeim sem biðu voru í okkar eigu svo við gátum heilsað upp á þau. Þarna er Valdís frá Blesastöðum 1A og folaldið Ísabella undan Þórálfi frá Prestbæ.

     Ísólfur að heilsa Hrönn f. Leysingjastöðum II sem er í okkar eigu.


Harriet að kíkja á stóðið


þegar við vorum búin að knúsa þau og kjassa röltu þau í hægðum sínum af stað í halarófu


þegar þetta er ritað er rétt um tvær vikur þar til stóðið verður rekið til byggða. Er mikil tilhlökkun á bænum fyrir þessari helgi því fátt er skemmtilegra en að fá hrossin sín heim og hitta alla þá frábæru vini sem dvelja hjá okkur þessa helgi.
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]