30.09.2012 17:50

Fortamningar og önnur haustverk

Í dag settum við þrjá 2 vetra fola út en þeir hafa verið á húsi í eina viku. Við ákváðum þetta haustið að prófa að fortemja 2 vetra tryppin og var byrjað á stóðhestefnunum. Þegar stóðið verður komið af heiði og heim eftir stóðréttir verða fleiri 2 vetra tryppi tekin á hús og fortamin.  Það er gaman að kynnast tryppunum enn betur svo snemma og undirbúa þau fyrir tamningu. Þau eru öll ósnert þegar þau koma inn en byrja að læra "laus í hringgerði" og eru snert og strokin um allan líkamann.

Skapgerðaeinkenni virðast koma fljótt í ljós og minna folarnir þrír allir mikið á feður sína þrátt fyrir ungan aldur.  Vonandi verða hæfileikarnar ekki síðri en þessir folar eru undan stóðhestunum Blysfara frá Fremra-Hálsi (hæf. 8,77),  Freyði frá Leysingjastöðum II (hæf. 8,41) og Krafti frá Efri-Þverá (hæf. 8,48).



Hreinn frá Leysingjastöðum II (fæddur 2010) undan Freyði f. Leysingjastöðum og Fregn frá Leysingjastöðum.  Ljúfur og geðgóður eins og faðirinn, á auðvelt með að treysta manninum. Sýnir allan gang og mikla mýkt.

Hreinn var orðin mjög sáttur við manninn eftir þessa fáu daga og mátti snerta hann út um allt.


Hraunar frá Lækjamóti (fæddur 2010) undan Krafti frá Efri-Þverá og Eldingu frá Stokkhólma
Stoltur, öruggur með sig og ákveðið skap. Sýnir flottar hreyfingar og allan gang. Mjög líkamlega þroskaður. 

Hraunari var mjög rólegur yfir snertingu



Önundur frá Lækjamóti (fæddur 2010) undan Blysfara frá Fremra-Hálsi og Aþenu frá Lækjamóti
Örlyndur og næmur en blíður. Sýnir mikið rými og hlaupagleði.

Önundur var næmastur af þeim öllum en var orðin alveg rólegur yfir snertingu



Þessa dagana er auk þess verið að týna inn þau hross sem verða í þjálfun í vetur og eru snillingar eins og Freyðir frá Leysingjastöðum, Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Gáta frá Lækjamóti og Sögn frá Lækjamóti nú komin á skeifur eftir gott haustfrí. 

Ekki má svo gleyma undirbúningi fyrir stóðréttir en það þarf að huga að járningum og þjálfun og þeim hrossum sem farið verður á í stóðsmölunina nk. föstudag. 

Friðrik, James og Ísólfur að járna, dugir ekkert minna enda fjöldi góðra vina og ættingja á leiðinni í stóðsmölun og stóðréttir með okkur emoticon


og þau eru fleiri haustverkin, það þurfti líka að mála í hesthúsinu þetta haustið


Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]