25.10.2012 09:27

Veigar frá Lækjamóti stendur sig vel í Bandaríkjunum


Veigar frá Lækjamóti og Guðmar Þór

Veigar frá Lækjamóti hefur búið í Bandaríkjunum í nokkur ár en eigandi hans er Guðmar Þór Pétursson. Veigar sem er fyrstu verðlauna klárhestur (a.e 8,26) er stöðugt að bæta sig og á móti í Kentucky um síðustu helgi hlaut hann 7,47 í forkeppni í 4gangi og 7,70 í úrslitum.  Í tölti fór hann svo í 7,37 í forkeppni og 7,80 í úrslitum, en þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir í tölti.  
Frábær árangur hjá þeim félögum og spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá þeim. 





Til gamans má segja frá því að undirrituð á hryssu undan Veigari, Sögn frá Lækjamóti. Það er nú margt líkt með þeim þó að hún sé ekki komin í svona svakalega flottar tölur ennþá amk. emoticon

Sögn frá Lækjamóti er undan Veigari frá Lækjamóti 

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]