29.10.2012 21:43

Knapar ársins hjá Þyt og hæst dæmda hryssan

Að venju heppnaðist uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts frábærlega en hún fór fram sl. laugardagskvöld. Glæsilegur matur var á boðstólnum, skemmtiatriði á vegum félagsmanna slógu algjörlega í gegn og svo gott kúrekaball á eftir.

Ýmis verðlaun voru veitt þetta kvöld og tók Lækjamótsfólkið á móti nokkrum af þeim emoticon
Knapar ársins í 1. og 2. flokki hjá Hestamannafélaginu Þyt voru hjónin á Lækjamóti II 
Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir


Hrossaræktarsamtökin veittu einnig verðlaun og hlaut Elín R. Líndal verðlaun fyrir hryssu sína Gátu frá Lækjamóti en hún varð í 3. sæti í flokki 5 vetra hryssna með aðaleinkunn 8,13. 
Þórir Ísólfsson tók svo við verðlaunum fyrir Návist frá Lækjamóti en hún varð í 1.sæti í flokki 6 vetra hryssna með 8,21 í aðaleinkunn og var auk þess hæst dæmda hryssan í Húnaþingi vestra. Frábær árangur þar.

Elín og Þórir með verðlaunin fyrir sínar hryssur

Og þó að lífið á Lækjamóti snúist að mestu leyti um hesta alla daga þá kemst fótbolti aðeins að hjá heimilisfólkinu en Ísak Þórir æfir fótbolta af miklum krafti.  Hjá honum var sl. sunnudag úrvalsæfing á vegum KSÍ, haldin á Akureyri. Fórum við fjölskyldan á II að fylgjast með þeirri æfingu og vorum að sjálfsögðu afar stoltir foreldrar á hliðarlínunni


Vinirnir Viktor Ingi og Ísak Þórir þreyttir en glaðir eftir góða úrvalsæfingu






Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]