04.11.2012 13:11

Snjórinn er líka skemmtilegur

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að síðustu daga hefur verið óveður á Íslandi. Við á Lækjamóti höfum haft það gott þessa daga, étið, spilað, horft á sjónvarp og hvílt okkur enda þurftum við sem betur fer lítið að vera á ferðinni. 
Afleggjarinn til okkar á Lækjamóti II varð þó fljótt ófær og þurfti því að labba til að komast upp í hesthús. Þá var lítið annað að gera en að klæða sig vel.


James og Johanna létu veðrið ekki stoppa sig frá því að koma í heimsókn. Þau urðu að labba frá gamla bænum þar sem afleggjarinn var orðinn ófær. En hvað gerir maður ekki til að hittast og spila í óveðri :)


Í dag er komin blíða og eini snjórinn á jörðinni er á afleggjaranum okkar og í kringum hesthúsið, hinn virðist allur hafa fokið til Hvammstanga ;)



Og þar sem allir voru að springa úr orku eftir inniveruna var  notið þess að renna sér á sleða í dag


Guðmar leggur í hann


Ísak að ýta pabba sínum almennilega

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]