24.11.2012 16:24

Mánuður til jóla

Þegar þetta er ritað er nákvæmlega 1 mánuður þar til jólin verða hringd inn. Það er ýmislegt sem minnir á jólin í dag, snjór, frost og logn. Á heimilinu er byrjað að finna til jólaseríur og smáköku ilmur er í húsinu.  Í dag fór undirrituð með erfðaprinsana í bíltúr til að finna flottan stað fyrir jólamyndatökuna. Það er um marga staði að velja hér í nágrenninu og uppgötvuðum við mjög marga í þessum bíltúr okkar.
 
Hörgshóll varð m.a fyrir valinu sem ljósmyndastaður dagsins :)

Þessi mynd var tekin við Bjarghús


Víðidalsfjallið er að sjálfsögðu alltaf í miklu uppáhaldi

Við erum komin á fullt að þjálfa hestana en þeir voru teknir inn óvenju snemma í ár eða október. Til að byrja með er að sjálfsögðu farið rólega af stað og förum við einnig með þau í rekstra. Myndavélin var tekin með um daginn, en þá var -10¨c og betra að fara varlega.


Hrossin á heimleið úr rekstri


hrossin fóru út eftir rekstur og þó þau væri stutt úti urðu þau svona strax þar sem frostið var svo mikið


Sögn eins og hún sé með vírarflækju í faxinu


Að reka hrossin inn en við erum svo heppin að geta haft þau úti í grashólfi meðan við erum að hirða hesthúsið.
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]