29.11.2012 21:40

Sýnikennslur og hnakkaprófun - allt að gerast í Þytsheimum á laugardaginn!

Laugardaginn 1.desember verða þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum.  Dagskráin hefst kl. 17:00 og lýkur 19:30.
Gert er ráð fyrir einu matarhléi og verða veitingar til sölu á staðnum. 
 
Fram koma:
Guðmundur Arnarson þjálfari og reiðkennari 
Ísólfur Líndal Þórisson þjálfari og reiðkennari 
Þórarinn Eymundsson tamningameistari 

 

 

 

 

 
 
 
 
Aðgangseyrir kr. 2000.- sem rennur óskiptur til hestamannafélagsins Þyts. 
Frítt fyrir 14 ára og yngri.
 
 
Hvetjum alla hestamenn nær og fjær til að mæta enda um mjög áhugaverða fræðslu að ræða

Þennan sama dag býður hestavöruverslunin Ástund  upp á hnakkamátun og prófun í reiðhöllinni þann 1.desember nk.  frá klukkan 13-16. Guðmundur hjá Ástund gefur fólki tækifæri til að koma með eigin hest og prófa mismunandi hnakka og fá ráðleggingar um val á hnökkum.
 
Vinsamlegast pantið tíma á netfangið [email protected] eða í síma 895-1146 (Vigdís) ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta frábæra tækifæri.
 
 Hnakkarnir sem fólki gefst tækifæri til að prófa eru:
 
Ástund Winner
 
Ástund Royal
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556710
Samtals gestir: 58115
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:27:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]