02.12.2012 10:23

Vel heppnaðar sýnikennslur

Í gær þann 1.des skrapp Lækjamótsfólkið á Hvammstanga en þar var nóg um að vera. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og reiðhöllinni, kveikt var á jólatrénu og svo voru tveir meðlimir hennar með sýnikennslu í reiðhöllinni.  Það var gaman að koma aftur í reiðhöllina eftir nokkra mánaða hlé og ekki laust við tilhlökkun fyrir komandi keppnis-og sýningatímabili þar í vetur. Félagsmenn hafa unnið hörðum höndum undanfarið í reiðhöllinni, búið er að taka upp gólfið, þrífa allt hátt og lágt og lakka áhorfendastúku. Það má því segja að reiðhöllin sé búin að fá jólahreingerninguna og er hún glæsileg!

Það voru rúmlega 50 manns sem mættu á sýnikennslurnar í gær og erum við mjög ánægð með það. Þeir Ísólfur, Tóti og James stóðu sig mjög vel að vanda og sýndu uppbyggilega þjálfun. 


Áhugasamir áhorfendur fylgjast vel með sýnikennslunni


Ísólfur og Sögn opnuðu sýnikennsluna 


James og Flugar tóku svo við og fjölluðu um skeið 


Eftir hlé var síðan Þórarinn Eymundsson


Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]