09.12.2012 21:20
Reiðkennsla og örfá pláss laus í þjálfun
Síðustu vikur hefur Ísólfur verið við kennslu á Hólum og undirrituð að mestu séð um þjálfunina á hrossunum. Það hefur ekki verið leiðinlegt að þjálfa gæðinga eins og Freyði frá Leysingjastöðum II, Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Sögn frá Lækjamóti, Gátu frá Lækjamóti, Alúð frá Lækjamóti og fleiri snillinga já það er sko gaman í vinnunni :)
Á næstu dögum lýkur prófum á Hólum og Ísólfur hættir þar störfum. Við höfum því nú möguleika á að bæta við okkur hrossum í þjálfun. Einnig er hægt að fá einkatíma í reiðkennslu hér á Lækjamóti í vetur. Þannig að ef þið hafið áhuga á þjálfun fyrir hestinn ykkar eða viljið fá reiðkennslu, ekki hika við að hafa samband á [email protected] eða í s. 899-1146 (Ísólfur) / 895-1146 (Vigdís)
Freyðir frá Leysingjastöðum II fer vel af stað, hann er þessa dagana að prófa vatnsbrettið hjá Geira á Varmalandi og erum við spennt að sjá hvaða áhrif það hefur á hann.
Sögn frá Lækjamóti byrjar í miklu stuði og nú þegar búin að koma fram á einni sýnikennslu
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi er alltaf flottur
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556749
Samtals gestir: 58122
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 11:48:30
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]