19.12.2012 22:43

Stóðið í desember ofl.

Þegar þetta er ritað er hesthúsið óðum að fyllast af hrossum og líf og fjör á bænum. Við fengum skemmtilega sendingu fyrir stuttu þegar stóðhesturinn Vaðall frá Akranesi kom til okkar í þjálfun en við erum mjög hrifin af honum. Vaðall stóð sig mjög vel á síðasta landsmóti þar sem hann hlaut 8,42 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og vilja og geðslag. Virkilega gaman að fá þennan grip í hesthúsið. 

Vaðall og Karen Líndal sem sýndi hann fyrst. Myndin fengin af vefnum hestafl.com

En það eru ekki bara hrossin í hesthúsinu sem þarf að hugsa vel um. Vel er fylgst með stóðinu sem telur nokkra tugi og þau þurfa að fá nóg að éta. Við búum svo vel að hafa mikið landrými og aðgang að afrétt á sumrin og getum því friðað allt fjallhólfið hjá okkur sem eru nokkur hundruð hektarar. Við rekum stóðið reglulega heim til að líta á holdafar og heilbrigði og þrátt fyrir slæman nóvembermánuð veðurfarslega þá höfum við ekki þurft að taka mörg hross á heygjöf. 
En það er alltaf jafn gaman að komast í snertingu við stóðið og sjá ungviðið sem stækkar og dafnar jafnt og þétt.

hluti af stóðinu

Verið að "sortera"


Þessi prinsessa heitir Ísey og er fyrsta folald undan Hrönn frá Leysingjastöðum og Jóni frá Kjarri. 


Stóðið fegið að komast aftur upp í fjall emoticon
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]