27.12.2012 21:28
Íþróttamaður ársins hjá USVH 2012
Í dag fór fram verðlaunaafhending til Íþróttamanns USVH. Að þessu sinni voru fjórir íþróttamenn tilnefndir:
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem æfði og keppti fyrra hluta árs í kraftlyftingum. Guðrún Gróa setti m.a Íslandsmet í bekkpressu á Evrópumóti ungmenna í Danmörku. Seinni hluta ársins æfði hún körfuknattleik og leikur í úrvalsdeild með KR.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir setti m.a á árinu Íslandsmet í fimmtarþraut og varð í 2.sæti á EAA Permit móti í Eistlandi. Helga keppti einnig í sjöþraut á franska meistaramótinu í fjölþrautum.
Ísólfur Líndal Þórisson hefur um árabil skipaði sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og var hann m.a í úrslitum á Landsmóti hestamanna þar sem hann endaði í 6.sæti. Ísólfur var einnig í úrslitum á Íslandsmóti í hestaíþróttum, 5.sæti í fjórgangi og 8,-9.sæti í tölti. Auk þessa keppti hann með góðum árangri á fjölmörgum öðrum mótum og var valin knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir varð á árinu Íslands-og bikarmeistari í körfuknattleik með liði sínu Njarðvík. Salbjörg spilaði 28 leiki og skoraði 143 stig. Salbjörg var valin í 22 manna æfingahóp kvennalandsliðsins á árinu.
Úrslitin urðu þau að Íþróttamaður ársins 2012 hjá USVH varð Ísólfur Líndal Þórisson. Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.
Íþróttamaður ársins 2012 hjá USVH
Afar skemmtilegur endir á frábæru ári :)
Skrifað af Vigdís
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 759
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 556793
Samtals gestir: 58128
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:37:59
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]